Pantaðu merkingar á netinu: Rögn er núna DORTEX

Pantaðu merkingar á netinu: Rögn er núna DORTEX

Þýska fyrirtækið DORTEX, staðsett í Dortmund, hefur nú tekið að sér vefsíðuna fyrir Rögn nafnaborða. Héðan í frá verða vörurnar fáanlegar í gegnum vefsíðuna www.dortex.com.

Síðan 1983 hefur Rögn verið þekkt fyrir að selja ofna nafnaborða úr bómull til íslenskra heimila og selt þá síðustu ár á vefsíðunni www.rogn.is. Það má segja að flest leikskólabörn hafi haft þessa borða í fötum sínum.

Þessir borðar eru og hafa verið framleiddir af DORTEX í Þýskalandi og nú hafa eigendur Rögn ákveðið að færa söluna beint til framleiðandans.

Þetta tryggir að allir viðskiptavinir munu geta keypt vörurnar sem þeir þekkja og í sumum tilvikum á enn lægra verði. Að auki mun öll vörulína DORTEX nú vera í boði, svo sem laser ágrafnir leður og leðurlíkis miðar, nafnaborðar og viðburðaborðar, límmiðar og föndurvörur.

Vefsíða Rögn flyst nú sjálfkrafa yfir á nýja vefsíðu þar sem viðskiptavinir geta nú þegar pantað í gegnum vefverslun DORTEX. Til að einfalda íslenskum viðskiptavinum að kaupa borða er nú hægt að greiða í íslenskum krónum á dortex.com.

Gæðavara frá Þýskalandi

Vefsíða DORTEX býður upp á þægilega leið til að setja upp pantanir að eigin ósk. Það gerir þeim sem pantar auðvelt fyrir að setja upp vöruna að eigin ósk hratt og auðveldlega. Viðskiptavinir geta notað vefsíðuna til að setja upp límmiða, hangandi merkimiða, satín borða og svipaðar vörur með persónulegri áletrun og til dæmis bætt við eigin lógó. Hægt er að sjá hvernig endanleg pöntun mun líta út áður en pöntunin er send. Þegar pöntunarferlið er klárað er pöntunin send beint úr vefverslun í vélar sem vefa, prenta eða grafa merkinguna eins og óskað er. DORTEX framleiðir vörurnar einungis í Þýskalandi og framleiðslutíminn er ein til tvær vikur.

 

Fréttatilkynning Rögn er núna DORTEX

UM DORTEX

DORTEX hefur framleitt sérmerkta textíl borða síðan 1986. Vörulína fyrirtækisins sem er staðsett í Þýskalandi er allt frá nafnamerkingum eða borðum að merkingum í fjöldaframleiddan fatnað og litríka gjafaborða. Með alþjóðlegri verslun á netinu þjónustar DORTEX nú viðskiptavini um allan heim. DORTEX býður upp á neytendavæna framleiðslu, notendavæna pöntunarleið og auðveld samskipti.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Mediamoss: Clara Bruning | dortex@mediamoss.com | Phone +49 231 286 788 56